Alvöru hanaslagur – í orðsins fyllstu merkingu

Ég var í skoðunarferð með farþega um Puerto Plata þegar ég fékk upplýsingar um það að við fararstjórarnir gætum farið í fylgd heimamanna á hanaslag um kvöldið. Við vorum ekki lengi að þakka gott boð. Hanaslagur er þjóðaríþrótt hér í Dóminíska lýðveldinu og á sér langa sögu og hefðir í þjóðlífin. Hin þjóðaríþróttin er öllu mannlegri en það er hafnarbolti. Við keyrðum síðdegis í lítið þorp suð-austur af Puerto Plata en þar er að finna forláta hanaslags hring.  Aðgangseyririnn var 400 pesóar eða um 800 krónur íslenskar og þykir dýrt. Ekki komast að nema nokkrir tugir áhorfenda sem raða sér á bekki inni í litlum hringlaga hjalli og í miðjunni er slagsmálasvæðið.  Það var gríðarleg CIMG0705spenna í loftinu þegar við vorum að koma okkur fyrir og mikill troðningur. Einhverjir peningaseðlar boru byrjaðir að skipta um eigendur en ógerlegt að henda reiður á hver var að veðja við hvern.  Dómarinn eða öllu heldur stjórnandinn, sem kosinn er í almennum kosningum, var búinn að koma sér fyrir og tveir af starfsmönnum hans voru að byrja að "hita upp" dýrin. Þegar hanarnir voru orðnir vel æstir hófst leikurinn eða eigum við ekki frekar að segja bardaginn því hann er upp á líf eða dauða.  Hanarnir, sem er sérstaklega aldir til hins arna, berjast í hámark 15 mínútur eða þar til annar liggur dauður eftir. Þetta er ekki beint geðsleg íþrótt og ég verð að viðurkenna að ég horfði meira á mannfólkið (nær eingöngu karlmenn) en hana kvikindin. Æsingurinn og blóðhitinn er rosalegur, kallað öskrað bæði á hanana og þá sem veðjað hefur verið við. Það ætlaði bókstaflega allt að verða CIMG0708vitlaust og þá skarst vopnuð lögregla í leikinn og róaði menn niður.  Þegar annar hanni lá óvígur eftir öskruðu menn ýmist af gleði eða reiði og svo skiptu peningar um hendur - töluverðir peningar sýndist mér, því ekki eru þetta efnamenn heldur flestir fátækir bændur.
Við sátum þarna þrumulostin í nokkrar lotur og yfirgáfum svo svæðið þegar við höfðum fengið nóg.  Mér fannst hanaslagurinn ógeðfeldur en hegðun mannfólksins áhugaverð.  Sannarlega þó nokkur lífsreynsla að upplifa hanaslag við frumstæðar aðstæður í Dóminíska lýðveldinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband