Hanaslagur, hákarlar, höfrungasund, Haítí og Leonel Fernandes

Það hefur margt á dagana drifið síðan ég bloggaði síðast enda verið staðsettur í Karabíska hafinu og hér ganga hlutirnir svolítið öðruvísi fyrir sig en heima.  Pólitíkin er að vísu í algleymingi hér í Dóminíska lýðveldinu eins og heima en maður nýtur þeirra forréttinda að vera alveg laus við að þurfa á hlusta á hana. 
LEONELFDEZForsetakosningar verða í hér í maí eins og heima og sitjandi forseti ætlar sér að ná endurkjöri eins og heima þrátt fyrir marga mótframbjóðendur. Leonel Fernandes forseti, forsætisráðherra og yfirmaður hers og lögreglu var á ferð um Puerto Plata um daginn og það voru einnig þrír starfsmenn af skrifstofu Heimsferða ásmat Gunnþórunni Bender fararstjóra.  Öll voru þau að kíkja á eitt hótelanna okkar, Hote Casa Coloniel, þegar þau hittust Forsetinn, forsætisráðherrann og yfirmaður hers og lögreglu í Dóminíska lýðvelsinu og Heimsferðafólkið.  Þau tóku stutt spjall saman og síða stilltu allir sér upp fyrir myndatöku.  Því miður var ég staddur á næsta hóteli við hliðina ásamt hinum fararstjórunum hér og við misstum því af þessu skemmtilega augnabliki.
Síðustu daga hefur okkur gefist smá tími frá daglegum störfum til að kíkja aðeins um og skoða það sem okkur hefur langað til að skoða alveg síðan við komum hingað um miðjan desember.  Fyrir nokkrum dögum fórum við á hanaslag, sem er önnur af tveimur þjóðar íþróttum hér, fyrir þrem dögum var okkur boðið í Ocean World þar sem við syntum með skörum, hákörlum og höfrungum, í fyrradag fórum við Þóra Björk og skoðuðum hellana og þjóðgarðinn í Cabarete og svo toppuðum við þetta allt í gær með því að fara í dags heimsókn til nágrannaríkisins Haítí. En meira um þetta um leið og ég er búinn að koma því á blað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband