Einkennilegir dagar á Íslandi – hnífasett og leiðinda umræða, sem hellist yfir þjóðina

Með fararstjórunum í DóminískaÞetta er nú meira "útstáelsið" á mér þessi misserin. Kom heim úr Karabíska hafinu á laugardagsmorgun og ekki enn búinn að ná upp tímamuninum þegar ákveðið er að ég fari aftur til Dóminíska lýðveldisins á fimmtudaginn kemur þann 24. jan. Ég held að ástæðan sé að stúlkurnar sem þar er fararstjórar hafi saknað mín - ég ætla a.m.k. að halda í þá trú þangað til annað kemur í ljós.

Ég var ekki fyrr komin heim en framsóknarmaðurinn Björn Ingi stóð ljóslifandi í sjónvarpinu og sagðist vera með heilu hnífasettin í bakinu (þeir kasta hnífum sem eiga þá). Um þetta snerist mikil umræða, væntanlega til að reyna að ná fjandans kutunum úr bakinu á manninum. 

41383167Því verki var örugglega ekki lokið þegar allt ætlaði vitlaust að verða í borgarpólitíkinni. Nýr meirihluti varð til á hálftíma þrátt fyrir leynilegar viðræður í marga dag og nú er kominn nýr borgarstjóri og þá um leið nýr meirihluti í borginni. Læknirinn (sem líka var sjúklingur) og frændi vinar míns er orðinn borgarstjóri í Reykjavík. Hann var einu sinni í sama stjórnmálaflokki og ég og hann hefur einu sinni sprautað mig gegn flensu en sú sprauta klikkaði, sjaldan eða aldrei fengið eins hundleiðinlega flensu.

Umræðan um þetta brölt á örugglega eftir að verða drepleiðinleg alveg eins og mér er sagt að umræðan um skipan Þorsteins Davíðssonar sem dómstjóra hafi líka verið drepleiðinleg. Þorsteinn er ágætur, þekki hann og hef unnið með honum að góðum málum

Það er því ágætt að vera aftur á útleið og sleppa við allar þessar leiðinda umræður sem hellast yfir þjóðina eins og flensa sem sprautur læknisins hafa ekki unnið á.

Ég og foringinn í Selva 2005Ég kem aftur heim þann 15. febrúar og fer svo sólarhring seinna á skíði til Ítalíu með vinum mínum í SF-Alp. Þar verður engin leiðinda umræða í gangi bara eldheitar umræður um allt og ekki neitt þar sem menn takast á af fullum kröftum í þeim tilgangi einum að skemmta sér og öðrum. Engir hnífar í bakið, ekkert kjaftæði,  bara kjafturinn og klofið eins og kerlingin sagði. En um fram allt verður skíðað, skíðað og aftur skíðað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Já þetta er ekki einleikið þarna uppi á Íslandi.  Jói Hólm (fréttablað) hringdi í Þóri þar sem við vorum að passa litlu Elmu Lind og færði okkur fréttirnar af nýja borgarstjóranum.  Sem sagt nú er sjúklingur sestur í stólinn, sagt er að hann geti ekki setið nema hálfan fund þá er honum öllum lokið   andlega og líkamlega. 

Láttu okkur vita hvort þú hefur á réttu að standa með stelpurnar í Dómó

Skemmtu þér svo vel á skíðum og farðu varlega í brekkunum.

Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband