Lyfjameðferð er niðurstaðan

Viðtalinu við læknana á Thomas Jefferson Hospital var að ljúka rétt í þessu.  Elsa var að hringja og er afar sátt við niðurstöðurnar og það erum við líka.  Ákveðið er að hún fari í lyfjameðferð, sem okkur hefur fundist mun betri kostur en geislameðferð svo ég tali nú ekki um ef hún hefi þurft hvoru tveggja.  Lyfjameðferðin þýðir að hún tekur inn lyf 5 daga í mánuði og gæti það tímabil í versta falli P4281139varað í tvö ár.  Mér heyrðist á henni að hún hugsaði sér að byrja sem allra fyrst því þá ætti hún t.d. ekki að vera á lyfjum um jólin. Búast má við einhverjum aukaverkunum en hverjar þær verða veit ég ekki enn.  Hún sagði mér í morgun að hún væri fyllilega tilbúin að takast á við þetta verkefni og við erum öll full bjartsýni á að með þessu takist henni að ljúka þessu. Nú er bara að koma lífinu á Stauffer Road 218 í takt við þessa niðurstöðu og ef það tekst með góðri hjálp þá erum við í góðum málum.  Meira seinna þegar Elsa og Mike eru komin heim og við búin að fá frekari upplýsingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband