Yndislegt á Krít - fallegt á Symi

 

P8251724Þetta hafa verið góðir dagar að undanförnu.  Var sem sagt á Krít um síðustu helgi og það var ekki amalegt.  Marios vinur minn hafið reddað mer gistingu á stað austarlega á eyjunni sem heitir Agios Nikolaos eða Nikulásarflói, undra fallegur staður, rólegur og með vandaða þjónustu.  Hótelið sem ég bjó á heitir St. Nicolas Bay Resort Hotel and Villas http://www.stnicolasbay.gr/home/index.htm  (þið verðið að skoða þessa síðu til að skilja hvað ég er að tala um).  Þarna dvaldi ég sem sagt á einhverju því besta hóteli sem ég hef nokkru sinni komið á.  Ég borðaði mikið, las bók Braga Ólafssonar, Sendiherrann, mér til mikillar ánægju, svaf, synti (í einkasundlauginni) og naut þess að hvíla mig eftir annasamt sumar. Þetta gat ekki verið betra.  Þarna fékk ég að kynnast einverju því besta og kunnáttu mesta hótelstarfsfólki sem ég hef hitt.  Ég gef Agio Nicolaos og St. Nicols Bay Hotel hiklaust 10 af 10 mögulegum.  Á leiðinni á flugvöllinn þegar ég fór heim aftur kom ég við í bænum Heraklion, þar sem flugvöllurinn er og skoðaði miðbæinn með ég beið eftir flugi heim. 

SymiÍ gær fór ég svo í fyrsta skipti til Symi, lítillar eyju hér í norðri.  Symi er svo sannarlega öðruvísi og byggingarnar allar yfir eitthundrað ára gamlar í nýklassískum stíl.  Höfuðstaðurinn Symi er talinn eitt fallegasta þorp á gjörvöllu Grikklandi. 

Þegar þetta er skrifað er rétt rúmur hálfur mánuður þangað til ég held heim til Íslands og þar sem dagarnir eru svo fljótir að líða þá er það nánast á morgun eða hinn.  Hér er enn yfir 30 stiga hiti (sennilega nær 35), og sem betur fer er búið að ná tökum á skógareldunum á meginlandinu en grikkir syrgja fallna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband