Kominn með Grískt símanúmer 00 30 694 367 8487

 

Loksins er ég kominn með Grískt símanúmer.  Það væri ekki amalegt ef vinir og ættingjar létu heyra í sér annað slagið. 

Erla og Chloe

Chloe og Erla er komnar í heimsókn.  Chloe ætlar að vera í 2 vikur en Erla í 3.  Þær er svona rétt að átta sig á umhverfinu og við erum öll að leggja okkur fram um að deila litla húsnæðinu í Diagoras stræti.  Erla hefur verið dugleg að fara með mér í skoðunarferðir og Chloe fór í gær með mér til Marmaris í Tyrklandi. Það hefur verið ansi heitt undanfarna daga enda hitamet slegin nánast á hverjum degi. Í dag föstudag er aðeins að draga úr hitanum og aftur og í dag er líka hálfur frídagur hjá mér og við ætlum að sjálfsögðu á ströndina og í kvöld ætla þær að koma með mér á Grískt skemmtikvöld í þorpinu Pastida.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gísli

Datt niður á bloggið þitt og fannst gaman að því. Gaman að Erla sé hjá þér og skilaðu voða góðri kveðju til hennar frá mér. Við Ásgeir höfum komið tvisvar til Rhodos. Í fyrra skiptið þegar við sigldum um Eyjahafið og í það seinna í fyrra þegar við dvöldum á Marmaris. Mér líkar jafnvel við Grikkland og Tyrkland og gæti vel hugsað mér að vera í þínu starfi. Voða góðar kveðjur frá okkur hérna heima, búið að vera gott sumar síðan 18. júní en maður nýtur þess kannski ekki mikið þegar unnið er innandyra.

Góðar kveðjur til ykkar allra. Vonandi getum við hist einhvern tíma.

Elín og Ásgeir

Elín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband