Stórsnillingar á ferð

Einar Bargi BragaÞað er aldeilis lúxus að vara kominn með netið.  Þessa frétt fann ég á austurland.is og hún gladdi mig mjög.

"Nýr geisladiskur lítur dagsins ljós

Einar Bragi Bragason, saxófónleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og Hákon Aðalsteinsson skáld, gefa út nýjan geisladisk eftir rúma viku. Diskurinn inniheldur ljóð og texta eftir Hákon Aðalssteinsson en lögin eru eftir Einar Braga en þeir fá ýmsa góðkunna söngvara til að ljá rödd sína en sem dæmi má nefna Ernu Hrönn Ólafsdóttur, Siggu Beinteins, Öllu Bergþórs og Steinar Gunnarsson. Einnig syngja höfundarnir sitt lagið hvor. Diskurinn var að mestu unninn í Stúdíó Steinholti á Seyðisfirði en Það er Geimsteinn sem sá um svokallaða masteringu disksins, Hugi Guttormsson tók ljósmyndir og Einn, tveir og þrír ehf hannaði plötuumslagið."

Tveir stórsnillingar, sem ég hef kynnst á lífleiðinni, saman á diski. Það verðður sérdeilis spennandi að heyra hvað frá Ég læt fylgja með skemmtilega mynd sem tekin var af Einar Braga í aðdraganda þorrablóts á Seyðisfirði fyrir fáum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband