Rhodos dansar þegar Marios opnar munninn

Fyrstu gestirnir okkar komu á laugardaginn 26. maí. Allt var tilbúið og við komuna og á meðan beðið var eftir töskunum buðum við upp á fullt af grískum smáréttum og gosdrykki. Auðvitað var líka skálað í Ouzoi fyrir fyrstu farþegum Heimsferða á Rhodos. Glæsilegt - allt samkvæmt áætlun og allir ánægðir heim á hótel. 

Marios, umboðsmaðurinn okkar hér lék á alls oddi.  Hann er feikna skemmtilegur karakter. Talar hátt og rífur kjaft út og suður við allt og alla og Rhodos dansar þegar Marios opnar munninn. Hörku duglegur og fylginn sér. Hann og hans ítalska eiginkona reka hótel í Selva (Val Gardena) í Dólómítafjöllum á Ítalíu, sem við íslendingar þekkjum svo vel og þar er hann á vetrum en hér á Rhodos rekur hann umboðsskrifstofu fyrir ferðaskrifstofur og hótel og hér er hann á sumrin.  Sameiginlegan eigum við skíðaáhugann en þó hann sé í Selva allan veturinn og ég bara í eina viku skíða ég sennilega meira en hann.

rhodes_greece_elli_1

Maturinn á Rhodos

er almennt mjög góður (frá mínum bæjardyrum séð) og Grísk matargerð á sér margar fastar hefðir.  Ég hef verið sæmilega duglegur að smakka og bestar þykja mér litlu kjötbollurnar þeirra sem ýmist eru úr svína- kálfa- eða nautakjöti.  Þeir kunna ágætlega að elda pasta og eru líka með sitt eigið "lasagna" en þeir kalla Moussakka, sem ég hef að vísu ekki prufað enn.  Rhodos  vínin  eru alveg sæmileg (það dýrasta sjálfsagt best) og vín frá Emery í Enpona nokkuð áberandi.  Sjálfur hef ég mjög einfaldan smekk; ef mér finnst vínið gott þá er það gott.  Ouzouið er bara tær snilld. Bragðið minnir mig á æsku mína því mér þótti anís brjóstsykur góður þegar ég var krakki. Af Ouzoinu tek ég þó alltaf mjög lítinn sopa og mjög lítið hverju sinni. Minna er betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband