Næst er það Ameríka

1368797_tvistur2-nytt1296891_smurkaefaNú tel ég niður dagana þangað til við höldum til Ameríku að hitta dæturnar og barnabörnin.  Það er líka mikil tilhlökkun hjá þeim því það er orðið allt of langt síðan við höfum verið saman.  Pöntunarlistinn kom frá Elsu í dag og hann hljóðar uppá; 3 stk E. Finnsson kokteilsósa, 1 stk SS pylsusinnep, SS pylsur og Brauðkæfu. Öðruvísi mér áður brá.  Ef ég skil hana rétt þá eru það aðallega börnin sem hafa sett fram þessa pöntun. Kokteilsósu- og brauðkæfufíknina hafa þau örugglega frá mér en pylsurnar trúlega frá ömmu sinni.

Ég man að þegar foreldrar mínir heimsóttu mig í sveitina að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð þá pantaði ég alltaf nammi og Spur Kóla.  En þetta eru greinilega breyttir tímar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband